KYNLÍF-Fyrir Karlmenn OG Konur?

Já maður spyr sig. Mér finnst einhvernveginn vanta að við stelpurnar getum tjáð okkur um það hvernig VIÐ viljum hafa hlutina. Ég er orðin svoldið þreytt á að lesa um og heyra frá töppum og gæjum um það hvernig "við" og "Þeir" eiga að haga sér. Málið er að einhverjir strákar kunna að vita eitt og annað um það hvernig þeir vilja að við högum okkur.. En þeir hafa ekki HUGMYND um hvernig við viljum að þeir hagi sér.

 

Það er liðin tíð að stelpur séu einhverjir hálfdrættingar á við karlmenn þegar kemur að bólfélögum og kynlífi. Ég held meira að segja að ófræðimannslegar rannsóknir mínar á kynhegðun og löngun karlkyns og kvenkyns vina minna segi mér það að vinkonur mínar hugsa meira um kynlíf og njóta þess meira heldur en strákavinir mínir. Ég persónulega held að netið, sjónvarpsþættir ( sex and the city) og almennt "step up" hjá kvenfólki sé valdur af þessari breytingu. Ég man eftir því þegar stelpur voru druslur ef þær sváfu hjá mörgum strákum, en strákar voru bara frekar töff ef þeir lönduðu mörgum skvísum.

 Well I've got news for you guys. Stelpur sem eru á lausu þurfa líka kynlíf! Og það er ekki nóg fyrir okkur að fá kynlíf einu sinni á ári ( og halda okkar non-druslu standard) frekar en ykkur. Hugsa meira að segja að það væri auðveldara fyrir ykkur en okkur. Og stelpur gráta sig ekki í koddann yfir þeim karlmönnum sem þær sofa hjá og heyra svo ekki í aftur. Við erum ekki allar eins og Bridget Jones. Í flestum tilfellum held ég að single stelpur vilji bara gjarnan hafa þetta svoleiðis ( svo ég tali allaveganna fyrir mig og mínar vinkonur). Það fer ekkert á milli mála hvort við viljum eitthvað meira með ykkur hafa.

 

Það er nátturulega nauðsynlegt fyrir allar single stelpur að eiga bólfélaga. Sem betur fer "skilja" margir karlmenn í dag þessa þörf. Og margir eru boðnir og búnir að koma þegar þeir eru beðnir um það og gera sitt.. og fara svo. En einhvernveginn þurfa þeir flestir að flækja málin. Ég ætla að posta hérna uppkasti af "bólfélagareglum" einsog mér finnst að þær ættu að vera á næstu dögum ( þegar prófalesturinn tekur enda).  Það er nefninlega mjög mikilvægt á þessum tímum breytinga, þegar ekki ALLIR VILJA vera í sambandi, og ekki allar SINGLE konur eru grátandi í koddann sinn því þær eiga ekki kærasta til að fara í bíó með og leiða niður laugarveginn, að þessar reglur séu til staðar sem viðmið, bæði fyrir kk og kvk, því reglurnar geta verið flóknar og til að enginn verði særður er mjög mikilvægt að hafa kynnt sér þessar reglur vel áður en haldið er af stað útí bólfélaga- single-lífstílinn.

Nú erum við  stelpurnar hreinlega þannig gerðar að við eigum ekki jafn auðvelt með það og þið að fara út og pikka upp næsta mann. Aftur er ég að tala fyrir mig... Ég á marga karlkyns vini sem roðna ekki við það að fara út og pikka upp einhverja skvísu, svo þegar maður hittir þá í brunch daginn eftir þá muna þeir ekki hvað hún hét hvað þá annað. Sáu aðallega eftir nætursvefninum sem þeir misstu því hún vildi endilega gista!

Sem betur fer er ennþa eitthvað í mér sem bara gæti þetta ekki. Ég gæti ekki ALDREI sama hversu heit ég væri, farið heim með EINHVERJUM manni og sofið hjá honum, hvað þá legið hliðiná honum heila nótt. Ég þarf að þekkja hann, allaveganna vita eitthvað um hann.. og það sem meira er MÉR ÞARF AÐ FINNAST HANN AÐLAÐANDI! Þetta hef ég aldrei skilið í fari karlmanna. Þeir tala oft um að einhver stelpa sé vitlaus, leiðinleg, ljót en vó svaka kroppur. Ekkert að því að sofa hjá henni! Þarna er eitthvað ólíkt á seyði hjá kk og kvk. Ég held að ég þekki bara enga stelpu sem gæti sofið hjá ljótum karlmanni sem henni þætti ekki aðlaðandi, afþví að hann væri með svo flottan kropp!

Það er eitt og annað sem er ekki eins með kynjunum, en við erum smátt og smátt að breytast, aðlagast hvort öðru. Metro karlmaðurinn, sem hefði verið laminn fyrir nokkrum árum, og sæta stelpan í næsta húsi, sem stundar villt kynlíf dags og nætur með hinum og þessum strákum því það hreinlega heillar hana ekki að vera bundin í sambandi, sama hvað hver segir!  

Þetta er allt saman í belg og biðu hjá mér, ég veit. En það er svo margt sem mig langar að koma að  og ætla að koma að. Og til hamingju þeir sem eru hamingjusamir í samböndum, ég er ekki að setja út a það fólk, Ég ætla mér einhverndaginn að eignast mann ( Ashton Kutcher helst) og vera hamingjusöm til æviloka. Helst samt ekki fyrr en eftir þrítugt og þangað til þá ætla ég mér ekki að vera kölluð old spinster eða maid ég er SINGLE AND FABULOUS BY CHOISE!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband